Fara í efni

Götulokanir vegna Götuleikhúsverksins Sæskrímslin

Götuleikhúsverkið Sæskrímslin verður á Húsavík 12. júní nk.! 

Götuleikhúsverkið Sæskrímslin er nýtt íslensk verk af stærri gerðinni sem mun ferðast um landið fyrra hluta júní. Í verkinu birtast íslensk sæskrímsli úr þjóðsagnaarfinum ljóslifandi en að verkinu standa sirkuslistahópurinn Hringleikur og leikgervastúdíóið Pilkington Props, um framleiðslu sér
MurMur Productions. Verkið er opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík. Nánari upplýsingar um verkið sjálft má finna hér.
Verkið verður sýnt á hafnarsvæðinu á Húsavík miðvikudaginn 12. júní nk. Kl. 17:15 en sýningin á Húsavík er unnin í samstarfi við Norðurþing og menningarfulltrúa SSNE. Hér til hliðar má sjá kort af leiðinni sem sýningin mun ferðast.

Vegna þessa þarf að loka götum á hafnasvæðinu: 

Kl. 07:00-18:15 - fólk beðið að leggja ekki bílum á Hafnarstétt, frá Naustagarði að Suðurgarði
Kl. 16:45-18:15 - götulokun á Naustagarði og Hafnarstétt frá Hafnarvegi að Suðurgarði (sýningin fer fram með töluverðum mannfjölda)

Þakkir fyrir sýndan skilning.