Fara í efni

Grunnskóla Raufarhafnar – Umsjónaraðili lengdrar viðveru

Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn leik-og grunnskóli með alls um 8 nemendur þar sem uppeldisstefnan Jákvæður agi er höfð að leiðarljósi. Skólinn er í samstarfi við Rif rannsóknarstöð sem hefur aðsetur innan skólans. Töluvert samstarf er við Öxarfjarðarskóla sem er í 62 km fjarlægð frá Raufarhöfn bæði staðbundið og rafrænt.

25% starf umsjónaraðila lengrar viðveru í Grunnskóla Raufarhafnar er laust til umsóknar. Um er að ræða 9 mánaða ráðningu frá 1. september til 31. maí. Vinnutími er á milli kl. 14 og 16 virka daga. Kjör eru samkvæmt kjarasamningi.

Leitað er að öflugum aðila sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja metnaðarfulla starfsemi lengdrar viðveru yngri nemenda í samvinnu við skólastjóra, starfsfólk, foreldra og nemendur.

Umsjónaraðili lengdrar viðveru þarf að geta hafið störf 1. september.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Hefur yfirumsjón með lengdri viðveru/dægradvöl í grunnskólum. Hefur umsjón með skráningum og faglegu starfi.
  • Tekur á móti þeim grunnskólanemendum sem skráð eru til lengdrar viðveru að loknum skóladegi þeirra.
  • Skipuleggur dagskrá lengdrar viðveru og sér um framkvæmd hennar.
  • Á í samskiptum við foreldra vegna vistunar barnanna.
  • Á í samstarfi við annað starfsfólk skólans.
  • Aðstoðar eftir atvikum við aðra starfsemi skólans undir verkstjórn kennara.
  • Óskað er sérstaklega eftir aðila sem er áreiðanlegur, hefur leiðtogahæfni, sýnir frumkvæði, er ábyrgur, skapandi og lausnamiðaður.

Hæfniskröfur

  • Reynsla af skipulögðu starfi með börnum.
  • Mikil samskiptahæfni, góðir skipulagshæfileikar, sjálfstæði, sveigjanleiki og aðlögunarhæfni.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst 2023.

Umsóknum skal skila á rafrænu formi til staðgengils skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar á netfangið arndis@raufarhafnarskoli.is

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsókna og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Norðurþing áskilur sér rétt til að hafna öllum umsækjendum.

Gerð er krafa um hreina sakaskrá og heimild til að afla upplýsinga þar að lútandi.

Nánari upplýsingar eru veittar með því að svara fyrirspurnum sem sendar eru á netfangið arndis@raufarhafnarskoli.is

Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi
og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru.