Hinsegin hátíð á Norðurlandi
Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið dagana 18.–22. júní 2025. Öll sveitarfélög á Norðurlandi eystra standa að hátíðinni og stefnt er að því að viðburðir fari fram sem víðast í öllum landshlutanum.
Einstaklingar, félög og fyrirtæki eru hvött til þess að taka þátt í þessari einstöku hátíð með því að flagga regnbogafánum og allra helst standa fyrir viðburði í tengslum við hátíðina.
Bókasafnið á Húsavík ætlar að hafa útstillingu með hinseginum bókmenntum úr safnkosti sínum. Einnig verður gestum bókasafsins boðið að teikna myndir af fjölskyldum sínum því fjölskyldur eru allskonar eins og við sjálf!
Facebook viðburður.
Tvær nýjar sýningar opna í Safnahúsinu á Húsavík þann 20. júní kl. 18:00
Sýningin „Út úr Skuggunum“ dregur fram í dagsljósið (ósagða) sögu hinsegin fólks í Þingeyjarsýslu – sögur af þögn og sýnileika, skömm og stolti, ótta og ást.
Sýningin „Bakslag“ varpar ljósi á vaxandi skugga á heimsvísu – þar sem réttindi sem unnist hafa með baráttu og frelsið til að lifa af einlægni og í samræmi við eigið sjálf eru sífellt meira ógnað. Áminning um að standa verður stöðugt vörð um jafnrétti og mannlega reisn.Við opnunina verður stutt dagskrá og léttar veitingar. Mættu í litum regnbogans og sýndu samstöðu, stolt og stuðning við hinsegin samfélagið.
Facebook viðburður.