Fara í efni

Hjólakeppni á Húsavík - lokanir við Skrúðgarðinn

Hjólkeppni mun fara fram á morgun sem mun fara í gegnum skrúðgarðinn og enda niðri á hafnarstétt á Húsavík. Vegna þessa munu verða lokanir í og við skrúðgarðinn og á leið þeirra þaðan niður á höfn. Stöðva þarf umferð á Garðarsbraut og við Búðarárgil þegar keppendur eiga leið hjá á bilinu 13:30 – 15:30. Sýnum þátttakendum tillitsemi.