Fara í efni

Framlengdur frestur: Vilt þú bjóða þig fram í hverfisráð?

Norðurþing auglýsir eftir framboðum og tillögum um einstaklinga í hverfisráð Raufarhafnar, Öxarfjarðar, Kelduhverfis og Reykjahverfis. Gjaldgengir fulltrúar í hverfisráð eru allir einstaklingar 18 ára og eldri sem hafa lögheimili á nærsvæði viðkomandi hverfis í sveitarfélaginu.
Greidd er þóknun fyrir fundarsetu fulltrúa í hverfisráðum. Nauðsynlegt er við val á fulltrúum í hverfisráð, að horft verði til fjölbreytileika sem endurspeglar samfélagið, þ.m.t. með tilliti til kynferðis, aldurs, uppruna og annarra samfélagsþátta.

Framboð og tillögur um einstaklinga í hverfisráð berist skriflega á netfangið nordurthing@nordurthing.is eða í síma 464-6100 fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 31. október 2023

Hér má sjá samþykkt fyrir hverfisráð Norðurþings.