Fara í efni

Íbúafundur um framtíð Mærudaga

Þann 28. febrúar nk. verður staðfundur í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík þar sem Mærudagar og framtíð þeirra verða til umræðu.

Það var í apríl 1994 sem Mærudagar voru fyrst haldnir á Húsavík sem eins konar uppskeruhátíð lista- og menningarlífs í sumarbyrjun. Árið 1996 var tímasetning hátíðarinnar færð fram í júní og hún tengd við Jónsmessu. Hátíðin hefur orðið umfangsmeiri og fjölsóttari með hverju árinu sem líður og hefur nú öðlast fastan sess síðustu helgina í júlí.

Við biðjum íbúa og aðra áhugasama að svara stuttri könnun.
Könnunin tekur um 3-4 mínútur. Svörin verða notuð við undirbúning fyrir fundinn og mögulega verða athugasemdir birtar ópersónugreinanlegar á fundinum. 


Hér má nálgast Facebook viðburð