Fara í efni

Íbúafundur um samræmt flokkunarkerfi

Um áramótin tóku í gildi breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs. 

Norðurþing er að hefja innleiðingu á nýju samræmdu
flokkunarkerfi og því verður boðað til íbúafundar á
Fosshótel Húsavík þriðjudaginn 28. mars klukkan 17:00

Þar munu aðilar frá Íslenska gámafélaginu kynna nýtt
flokkunar kerfi, t.a.m. grenndargáma og útfærslu á
fjórðu tunnunni. Þar verður spurningum íbúa svarað en
kynningin snýr að íbúum á Húsavík og í Reykjahverfi.

Fundarstjóri er Soffía Gísladóttir

Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér nýjar flokkunarreglur

Hér má finna Facebook viðburð fundarins