Fara í efni

Jólamarkaður Miðjunnar

Hinn árlegi jólamarkaður Miðjunnar hæfingar fyrir fólk með fatlanir verður haldinn 1. desember frá klukkan 15:00 - 20:00 í salnum í Framsýn.
Jólamarkaður þessi er aðal fjáröflun Miðjunnar hæfingar.

Margar fallegar vörur verða til sölu eins og t.d keramikstyttur, kerti, tuskur, sultur, olíur, þristagott, brjóstsykur og margt fleira!
Heitt súkkulaði og rjúkandi heitar vöfflur verða til sölu á staðnum ásamt nýsteiktum kleinum.
Klukkan 16:30 mun Miðjukórinn syngja jólalög og klukkan 17:30 verður dansað jólazumba(allir velkomnir að dansa með).

Hér má finna Facebook viðburð