Fara í efni

Könnun meðal fyrirtækja - áhrif rekstrarstöðvunar PCC

Rekstrarstöðvun PCC á Bakka hefur víðtæk áhrif í samfélaginu á Húsavík og nágrenni. Á það við um starfsfólk fyrirtækisins, viðskiptaaðila þess og sveitarfélagið.

Í ljósi þess vill sveitarfélagið Norðurþing reyna að meta umfang þessara áhrifa og kanna möguleg viðbrögð fyrirtækja, m.a. til að meta hvernig best sé að bregðast við ástandinu.

Á næstu dögum eiga fyrirtæki á svæðinu því von á stuttri spurningakönnun um áhrif rekstrarstöðvunarinnar og til hvaða viðbragða er ráðgert að grípa.

Við biðjum forsvarsfólk fyrirtækjanna að taka vel í könnunina og svara fljótt og vel. Ef einhver fyrirtæki fá ekki könnunina vinsamlegast látið vita á nordurthing@nordurthing.is