Kvennaverkfall 24. október 2025
Í tilefni kvennaverkfalls föstudaginn 24. október er fyrirséð að ákveðin þjónusta á vegum Norðurþings verði skert þann dag.
Nánar um kvennaverkfallið á www.kvennaar.is
Hluti af starfsemi sveitarfélaga er með þeim hætti að ekki er mögulegt að leggja hana alfarið niður, líkt og stuðningur við fatlað fólk. Kappkostað verður að tryggja þjónustu á öllum sviðum svo velferð, öryggi og heilsu fólks verði á engan hátt stofnað í hættu.
Sveitarfélagið mun reyna eftir fremsta megni að gera konum og kvárum kleift á að taka þátt í skipulagðri dagskrá á svæðinu. Fundur fer fram í Breiðumýri í Reykjadal kl 14:00 á vegum Framsýn stéttarfélag, KÍ, Héraðssamband Þingeyinga, Kvenfélagasamband Suður- Þingeyinga, Búnaðarsamband Suður – Þingeyinga, Hinseginfélag Þingeyinga. Öll eru hvött til að mæta á fundinn og sýna samstöðu í baráttu fyrir launa jafnrétti kynjanna.