Fara í efni

Áhrif kvennaverkfalls á þjónustu í Norðurþingi

Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks boða til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október nk.

Stór hluti kvenna og kvára munu leggja niður störf þann dag til að mótmæla launamisrétti og kynbundnu ofbeldi.
Það mun hafa áhrif á starfsemi sveitarfélagsins en eftirtaldar stofnanir verða óstarfhæfar og lokaðar þann dag:

  • Leik- og grunnskóladeild Öxarfjarðarskóla
  • Leikskólinn Grænuvellir
  • Grunnskóli Raufarhafnar
  • Sundlaug Húsavíkur (eftir kl. 13)
  • Bókasafnið á Húsavík
  • Miðjan (skert starfsemi)
  • Stjórnsýsluhúsið á Húsavík (eftir kl. 13)
  • Ráðhúsið á Raufarhöfn
  • Frístund

Borgarhólsskóli á Húsavík verður með skerta starfssemi. Kennsla fer fram í 1.-3. bekk en ekki í öðrum bekkjum. 

Norðurþing styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks og tekur undir sjónarmið kvennaverkfalls að hefðbundin kvennastörf skuli metin að verðleikum. Sveitarfélagið mun leita allra leið til að konur og kvár geti lagt niður störf og tekið þátt í skipulagðri dagskrá.

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum munu standa standa fyrir samstöðufundum á Húsavík, í húsnæði Stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 og í félagsheimilinu Hnitbjörgum Raufarhöfn á milli kl. 13:00 og 15:00.