Fara í efni

Kynning skipulagslýsingar vegna deiliskipulags skólasvæðis á Húsavík

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 15. nóvember 2022 að kynna skipulagslýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir skólasvæðið á Húsavík. Vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar húsnæðis fyrir frístund barna er mikilvægt að deiliskipuleggja skólasvæðið. Einnig verða aðrir uppbyggingarmöguleikar innan skólasvæðisins skoðaðir við deiliskipulagsvinnuna.

Skipulagslýsingin er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulagslýsingar er frá 24. nóvember til og með 15. desember 2022. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 15. desember 2022. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is

Skipulagslýsing - Fyrirhuguð vinna við Deiliskipulag

 

Húsavík 18. nóvember 2022
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings