Fara í efni

Kynning tillögu á vinnslustigi vegna breytingu aðalskipulags Norðurþings vegna verslunar- og þjónustusvæðis við Aksturslág og nýs deiliskipulags verslunar- og þjónustusvæðis við Aksturslág.

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum 14.01.2025 að kynna tillögu á vinnslustigi vegna breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna verslunar- og þjónustsvæðis við Aksturslág og nýs deiliskipulags verslunar- og þjónustusvæðis við Aksturslág á Húsavík. Kynningin er unnin skv. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með vinnslutillögunni fylgir greinargerð aðalskipulags og uppdráttur ásamt greinargerð og uppdrátt deiliskipulags. Breytingin nær til svæðis við Aksturslág sem er í dag skilgreint sem opið svæði í gildandi aðalskipulagi án sérstakra tilgreindra nota. Fyrirhugað er að skilgreina þar nýtt verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir uppbyggingu verslunarmiðstöðvar með stórmarkaði fyrir dagvöruverslun og minni sérvöruverslun.

Skipulagstillögur þessar er nú til kynningar í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir málsnúmeri 658/2024 og 660/2024 og á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is). Kynningartími vinnslutillögunar er frá 23. janúar – 13. febrúar 2025. Tekið verður á móti ábendingum á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is) undir málsnúmerum 658/2024 og 660/2024.

Akstursálag - deiliskipulag
Akstursálag -  greinargerð á vinnslustigi
Akstursálag - tillaga


Húsavík 15. janúar 2025

Skipulagsfulltrúi Norðurþings