Fara í efni

Landsvirkjun reisir mastur vegna vindmælinga við Reyðará

Í dag reisir Landsvirkjun 100m hátt veðurmastur vegna vindmælinga við Reyðará austan Húsavíkurfjalls. Markmiðið með mælingunum er að mæla veðurfarslega þætti til að styðja við rannsóknir á vindorkunýtingu á svæðinu. Mælibúnaður verður staðsettur á mismunandi hæðum á mastrinu.

Stöðuleyfi fyrir veðurmastrinu var veitt til tveggja ára á fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs þann 2. júlí 2024.