Fara í efni

Laus staða fjölmenningarfulltrúa

Norðurþing óskar eftir að ráða fjölmenningarfulltrúa hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða ótímabundið starf sem er allt að 75% starfshlutfall. Fjölmenningarfulltrúi er ráðgefandi í málefnum innflytjenda og nýrra íbúa og starfar náið með sviðsstjórum og öðrum stjórnendum sveitarfélagsins. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Annast upplýsingagjöf og gerð kynningarefnis fyrir nýja íbúa í gegnum vefsíðu og aðra miðla
  • Stuðla að samstarfi á milli þeirra sem koma að málefnum nýrra íbúa og innflytjenda í sveitarfélaginu
  • Samþætta hagsmuni innflytjenda í allri stefnumótun og stjórnsýslu sveitarfélagsins
  • Stuðla að fjölbreyttu og fjölmenningarlegu samfélagi í sveitarfélaginu
  • Umsjón ýmissa samninga í tengslum við menningar- og listastarf í sveitarfélaginu
  • Skipulagning og utanumhald ýmissa viðburða á vegum sveitarfélagsins á sviði menningarmála
  • Yfirumsjón með rekstri og starfsmannahaldi bókasafna sveitarfélagsins í nánu samstarfi við safnstjóra


Þekkingar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Þekking á rekstri og áætlanagerð er kostur.
  • Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli. Önnur tungumálakunnátta er kostur.
  • Reynsla af menningar-, mannúðar og/eða fjölmenningarmálum er kostur.
  • Áhugi á samfélags- og menningarmálum er skilyrði.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum sem og góð þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Menningarlæsi og víðsýni.

Norðurþing er víðfemt sveitarfélag og þéttbýliskjarnar eru þrír; Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Auk þess eru sveitirnar Reykjahverfi, Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfjörður. Íbúar eru um 3.200 talsins.

Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2024. Umsóknir skulu sendar á jon@nordurthing.is

Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá, staðfesting á menntun og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs Norðurþings, netfang; jon@nordurthing.is