Fara í efni

Laus staða forstöðumanns í Vík íbúðakjarna

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir framsýnum, metnaðarfullum og öflugum forstöðumanni í Vík íbúðakjarna þar sem unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn. Forstöðumaður skal vera leiðandi í þróun þjónustunnar og veita faglega forystu.
Starfsemi Víkur byggir á þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum.
Aðaláherslan er að veita íbúum aðstoð til sjálfstæðs- og innihaldsríks lífs, innan sem utan heimilis.

Ábyrgðarsvið:

  • Faglegt starf í samvinnu við íbúa og aðstandendur, að íbúum sé veitt sú þjónusta og stuðningur sem þeir þarfnast í daglegu lífi
  • Stendur vörð um réttindi íbúa ásamt því að efla möguleika þeirra til virkrar þáttöku í samfélaginu
  • Daglegur rekstur, fjármál, stjórnun og starfsmannamál.
  • Að þjónusta og starfsemi sé í samræmi við lög, reglugerðir og samþykkta verkferla.
  • Að vera í samstarfi við aðra þjónustuaðila eftir því sem við á.
  • Gerð vaktaáætlana.

Menntun- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda.
  • Viðamikla reynslu af stjórnun.
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg.
  • Þekking og reynsla af starfi með fötluðu fólki með ólíkar þjónustuþarfir.
  • Þekking og reynsla af sambærilegum störfum.
  • Leiðtogahæfni, jákvæðni og þjónustulund.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði.
  • Hreint sakavottorð.

Umsóknir ásamt starfsleyfi, ferilskrá og ítarlegu kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni til að gegna starfinu berast til Hróðnýjar félagsmálastjóra á netfangið hrodny@nordurthing.is
Nánari upplýsingar um starfið fást í gegnum sama netfang.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2024