Fara í efni

Laus staða kennara í grunnskóla Raufarhafnar

Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn leik-og grunnskóli. Skólinn er í samstarfi við Rif rannsóknarstöð sem hefur aðsetur innan skólans. Einnig er samstarf við Öxarfjarðarskóla sem er í 62 km fjarlægð frá Raufarhöfn. Nemendum grunnskólans er ekið einu sinni í viku í Öxarfjarðarskóla þar sem þeir fá kennslu í list- og verkgreinum, íþróttum auk tónlistarkennslu á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur. Skólinn hefur verið í samstarfi við félag eldri borgara á Raufarhöfn. Stöðugildi við Grunnskóla Raufarhafnar eru 4, þar af 1 stöðugildi kennara. Í Grunnskóla Raufarhafnar eru 6 nemendur í 2. – 9.bekk í einum námshópi og 2 börn á leikskólaaldri og ber kennari ábyrgð á faglegu starfi meðal nemenda á leik-og grunnskólastigi. Sami skólastjóri stýrir Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla og hefur fasta viðveru í Öxarfjarðarskóla en kemur einu sinni í viku til Raufarhafnar.

 Staða umsjónarkennara er laus til umsóknar í afleysingar fram til vors 2023 í 100% starf.

Starfslýsing:
Leitað er að fjölhæfum kennara sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja krefjandi og framsækið skólastarf í samvinnu við skólastjóra, foreldra og nemendur. Jafnframt að styrkja stöðu skólans í nærumhverfinu með samstarfi við Öxarfjarðarskóla og aðrar stofnanir.

Óskað er sérstaklega eftir kennara sem er áreiðanlegur, hefur leiðtogahæfni, sýnir frumkvæði, er ábyrgur, skapandi, sveigjanlegur og lausnamiðaður. Viðkomandi þarf einnig að sinna staðgengilsstöðu skólastjóra og sinna daglegri stjórnun innan skólans.
Smellið á auglýsingu hér til hliðar til að sjá menntunar- og hæfniskröfur.

Umsóknarfrestur er til og með 28.nóvember 2022.

Umsóknum skal skila með tölvupósti til skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla á netfangið hrund@nordurthing.is

Nánari upplýsingar eru veittar hjá skólastjóra, Hrund Ásgeirsdóttur í síma 465-2246 eða með fyrirspurnum á netfangið hrund@nordurthing.is