Fara í efni

Lausar kennarastöður við Öxarfjarðarskóla

Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli með alls um 50 nemendur, þar af 30 nemendur í grunnskóla þar sem um samkennslu árganga er að ræða. Starfað er í anda Jákvæðs aga og verið er að innleiða teymiskennslu. Skólinn er í samstarfi við Grunnskóla Raufarhafnar og stýrir sami skólastjóri báðum skólum. Einnig á skólinn í samstarfi við Tónlistarskóla Húsavíkur sem þjónustar nemendur grunnskólans.

Smellið á auglýsingu hér til hliðar fyrir nánari upplýsingar.

Umsóknarfrestur er til og með 10.júní 2022.
Allar frekari upplýsingar veitir Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri í síma 465-2246 eða á hrund@nordurthing.is