Fara í efni

Leik og sprell á Húsavík í sumar

Leik og Sprell verður á Húsavík, 5.-9. ágúst, kl. 14:00-17:00.
Leik og Sprell er söng- og leiklistarnámskeið sem ferðast vítt og breitt um landið og er opið fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri.
Allir fá tækifæri til að syngja, leika og sprella. Kenndur er grunnur í söngtækni og túlkun og farið í leiki sem ýtir undir sköpun og tjáningu. Út frá lögunum sem börnin hafa valið sér, spuna og leik búum við til sýningu sem er opin fyrir aðstandendur.
Kennari er Bára Lind Þórarinsdóttir.

Skráning ásamt nánari upplýsingum um námskeið og kennara má finna á leikogsprell.is
og á Facebook viðburði

Viðburðurinn er styrktur af Norðurþingi