Leikskólinn Grænuvellir óskar eftir kennurum
Leikskólinn Grænuvellir á Húsavík er 8 deilda leikskóli í grónu hverfi á Húsavík þar sem stutt er í náttúru, skóg, fjöru og Skrúðgarð.
Uppeldisstefnan er jákvæður agi og áherslur í starfinu eru meðal annars leikur, STEM, læsi og útikennsla.
Einkunarorð leikskólans eru virðing, vinátta, vellíðan.
Um 100% störf er að ræða og möguleikar á lægra starfshlutfalli ef óskað er.
Menntunar og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til kennslu nr. 95/2019
- Góð færni í samvinnu og samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Áhugi á skólaþróun
- Góð íslenskukunnátta.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veita Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri, og Helga Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 4646160 á milli kl. 9:00 – 14:00 alla virka daga eða á netföngunum siggavaldis@graenuvellir.is og helgaj@graenuvellir.is
Hér má sækja um starfið