Námsstefna almannavarnanefndar á Húsavík
Um helgina var haldin námsstefna almannavarnanefndarinnar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Námsstefnan var haldin á Fosshótel Húsavík og var mjög vel sótt af viðbragðsaðilum á svæðinu frá Siglufirði að Langanesi. Fjölmörg áhugaverð erindi voru flutt, s.s. vinna í aðgerðastjórn, tæknilausnir fyrir aðgerðastjórnir, vöktun og eftirlit vegna snjóflóða, skriðufalla, eldgosa og jarðskjálftavár í umdæminu, störf sjálfboðaliða o.m.fl. Þá heimsóttu gestir námsstefnunnar Slökkvistöðina á Húsavík og kynntu sér starfsemi og aðbúnað þar.
Þetta er í annað sinn sem námsstefnan er haldin hér á Húsavík en hún er styrkt af almannavarnanefnd. Í almannavarnanefnd sitja sveitarstjórar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Starfsmaður nefndarinnar er Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri Norðurþings.
Grímur Kárason og Hjálmar Bogi Hafliðason