Fara í efni

Netaveiðileyfi göngusilungs í sjó fyrir landi Húsavíkur 2024

Norðurþing auglýsir laus netaveiðileyfi göngusilungs í sjó fyrir landi Húsavíkur.

Veiðisveiðin eru 10 og eru þau fyrirfram skilgreind. Hvert veiðileyfi veitir rétt til lagningu á einu neti á hverju svæði.
Veiðin er háð þeim lögum og reglugerðum sem gilda um veiðar á göngusilungi. Sækja skal um veiðileyfi rafrænt á vefsíðu Norðurþings undir EYÐUBLÖÐ.

 Þar er einnig að finna upplýsingar um veiðisvæði, lög og reglugerðir um netaveiði á göngusilungi.

Leyfisgjald fyrir hvert veiðileyfi er 12.000 kr. og greiðist við afhendinu leyfis og fylgigagna.

Frekari upplýsingar veitir Ketill Gauti Árnason, verkefnastjóri framkvæmdasviðs, í síma 464-6100.

Verði umsóknir fleiri en leyfi fyrir hvert veiðisvæði verður dregið úr umsóknum.

Umsóknarfrestur er til 16:00 föstudaginn 31. maí.
Úthlutun leyfa fer fram næsta virka dag kl. 10:00