Norðurþing auglýsir eftir verktaka til að sinna dýraeftirliti
Norðurþing auglýsir eftir áhugasömum verktaka til að taka að sér dýraeftirlit í Norðurþingi samkvæmt samþykkt sveitarfélagsins um hunda- og kattahald og samþykkt um fiðurfé.
Hlutverk dýraeftirlitsmanns er að sjá um almennt eftirlit með framkvæmd samþykktanna, t.d. eftirlit með lausagöngu hunda og katta í þéttbýli og skipulagningu á árlegri dýrahreinsun.
Viðkomandi þarf að hafa hreina sakaskrá, bifreið til umráða, búa yfir ríkri hæfni í mannlegum samskiptum og vera sjálfstæður og agaður í vinnubrögðum.
Áhugasamir aðilar sendi inn skriflega umsókn þar sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni.
Umsóknir berist í netfangið elvar@nordurthing.is fyrir 5. febrúar 2025.
Frekari upplýsingar gefur Elvar Árni, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, í síma 464 6122 og elvar@nordurthing.is