Norðurþing og Björgunarsveitin Garðar efla samstarf
24.06.2025
Tilkynningar
Norðurþing og Björgunarsveitin Garðar skrifuðu í dag undir styrktarsamning sem er framlenging á samningi við Björgunarsveitina til þriggja ára skv. samþykkt byggðarráðs á fundi ráðsins 30. apríl sl.
Með samningnum eru tengslin efld í því skyni að almannavarna- og æskulýðsstarf verði áfram þróttmikið, íbúum sveitarfélagsins til heilla.
Tengiliður Norðurþings við Björgunarsveitina er íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Innan björgunarsveitarinnarer unnið öflugt sjálfboðaliðastarf og er framlag sjálfboðaliða ómetanlegt fyrir samfélagið allt.