Fara í efni

Norðurþing og Íslandsþari bjóða til íbúafundar á Húsavík

Íslandsþari ehf. og Norðurþing bjóða til opins almenns íbúafundar um fyrirhugaða uppbygginu og starfsemi Íslandsþara á Húsavík.
Fundurinn verður haldinn á Fosshótel Húsavík fimmtudaginn 17. nóvember n.k. kl. 16:00.

Fulltrúar fyrirtækisins munu kynna vænta starfsemi og fara yfir áætlanir um uppbyggingu og starfsemi Lífhreinsistöðvar á Norðurgarði Húsavíkurhafnar, Reit H2. Beiðni fyrirtækisins um staðfestingu á úthlutun og tilheyrandi breytingar á skipulagi bíður umsagnar sveitarstjórnar Norðurþings. Enn fremur mun fulltrúi Norðurþings kynna tillögu að breytingu deiliskipulags norðurhafnarsvæðis Húsavíkur sem gera þarf vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar. Í kjölfar erinda munu fulltrúar fyrirtækisins ásamt fulltrúum Hafrannsóknarstofnunar og sveitarstjórnar Norðurþings svara spurningum og taka þátt í umræðum.

Fyrirtækið vonast til að sem flestir mæti og að líflegar og jákvæðar umræður skapist um málefni fyrirtækisins og starfsemi þess.

Hér má finna Facebook viðburð fundarins