Fara í efni

Norðurþing, PCC völlurinn – Endurnýjun gervigrass

Norðurþing óskar eftir tilboðum í verkið Norðurþing, PCC völlurinn – Endurnýjun gervigrass.

Verkið felur í sér útvegun og fullnaðarfrágang gervigrass á keppnisvelli sveitarfélagsins á Húsavík. Í verkinu felst jafnframt upprif á eldra grasi og fyllingu, niðurlögn heildarkerfis og merking vallar ásamt nýjum mörkum, hornfánum og tilheyrandi festingum

Helstu magntölur eru:

  • Gervigrasyfirborð alls um 8.588 m2
  • Keppnisvöllur 68x105 m
  • Heildarstærð 76x113 m
  • Verklok 26. maí 2025.

Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar á vefslóðinni https://vso.ajoursystem.net/ frá og með þriðjudeginum 28. janúar 2025 kl.14:00.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en fimmtudaginn 13. febrúar 2025 kl. 14:00.