Textílgámar færðir á grenndarstöð við Tún
18.11.2025
Tilkynningar
Tilkynning til íbúa:
Í dag verða textílgámarnir sem staðið hafa við Heimamenn á Vallholtsvegi færðir.
Þeir verða færðir á grenndarstöðina við Tún.
Þessu má skila á grenndarstöð við Tún:
Málmar: Litlir og hreinir málmhlutir eins og niðursuðudósir, krukkulok og sprittkertakoppar.
Gler: Hrein ílát og flöskur úr gleri. Tappar og krukkulok mega ekki fara með gleri heldur skal flokka með plasti og málmi eftir sem við á.
Textíll: Allur textíll eins og fatnaður, lín og efnisbútar.
Öðrum flokkum á að skila á móttökustöðvar.