Fara í efni

Nýr opnunartími bókasafnsins á Kópaskeri

Nýr opnunartími verður á Bókasafni Norðurþings á Kópaskeri frá og með 4. febrúar 2025.

Nýr opnunartími er:
Þriðjudaga og fimmtudaga 13:00 - 17:00
og annan laugardag í mánuði er opið frá 11:00-15:00

Á næstu mánuðum ætlum við að halda smærri viðburði á opnum laugardögum.

Einnig bjóðum við Kristínu Gunnarsdóttur hjartanlega velkomna sem nýjan starfsmann á bókasafni Öxarfjarðar, og þökkum við Benedikt H. Björgvinssyni  fyrir vel unnin störf.

Bókasafnið er staður fyrir alla, við bjóðum ný og gömul andlit velkomin til að koma við, fá lánaðar bækur, lesa eða bara kíkja við í stutt spjall.

Bókasafnið er staðsett í skólahúsinu á Kópaskeri.