Fara í efni

Nýtt gervigras á sparkvelli við Borgarhólsskóla

Gamla grasið var upprunalegt og því var komið að endurnýjun.
Skipt hefur verið um gras á báðum völlunum og var það fyrirtækið Leiktæki og sport sem sáu um verkið. Sparkvellirnir eitt mest notaða leiksvæði sveitarfélagsins og mun þessu andlitslyfting auka enn frekar umferð á vellinum.

Vellirnir eru fyllingarlausir og undir grasinu er dempandi undirlag. Einnig eru vellirnir upphitaðir og flóðlýstir.

Ungdómurinn er þegar byrjaður að nota völlinn en sérstök áskorun er send á „fullorðna“ að hópa sér saman og nýta sér vellina.