Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóði Öxarfjarðar og Raufarhafnar
16.01.2026
Tilkynningar
Öxarfjörður í sókn
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Frumkvæðissjóðum Raufarhafnar og framtíðarinnar II og Öxarfjarðar í sókn II.
Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 mánudaginn 16. febrúar 2026
Veittir verða verkefnastyrkir og stuðningur á vegum tilraunaverkefnissins Brothættra byggða II (BbII), Norðurþings og SSNE.
Í umsókn skal koma fram hvernig verkefnið hefur samhljóm við framtíðarsýn BbII, við hvaða meginmarkmið viðkomandi svæðis það styður og hvernig. Verkefnin þurfa fyrst og fremst að vera til þess fallin að efla samfélagið.
Meginmarkmið svæða:
Raufarhöfn & framtíðin
- Sérstæður áfangastaður
- Traustir grunnatvinnuvegir
- Blómstrandi menntun
- Öflugir innviðir
Öxarfjörður í sókn
- Framandi áfangastaður
- Framsækni í matvælaframleiðslu
- Uppbyggilegt samfélag
- Öflugir innviðir
Nanna Steina Höskuldsdóttir nanna@ssne.is og Einar Ingi Einarsson einar@nordurthing.is starfa sem verkefnisstjórar á svæðinu í heild. Þau bjóða bæði upp á viðtalstíma og ráðgjöf varðandi umsóknarskrif eða hugmyndavinnu.