Fara í efni

Ormahreinsun hunda og katta á Raufarhöfn og á Kópaskeri

Boðið verður uppá ormahreinsun hunda og katta á Raufarhöfn og á Kópaskeri

Silvia dýralæknir verður á staðnum fyrir þá sem vilja nýta sér aðra þjónustu hennar er bent á að hafa beint samband við hana í síma 892-2734.
Þeir íbúar sem eru með óskráð dýr eru sérstaklega hvattir til að mæta og skrá dýrin á staðnum. 
Ormahreinsun hunda og katta er innifalin í skráningargjaldi Norðurþings

Einnig er hægt að láta örmerkja dýrin á staðnum en slíkt er gert á kostnað eiganda. 

Þriðjudaginn 9. apríl nk.
Áhaldahúsið á Raufarhöfn kl. 11:00 - 13:00
Áhaldahúsið á Kópaskeri kl. 14:00 - 17:00