Fara í efni

Óskað er eftir starfsmanni í stoðþjónustu (50%)

Starfsmaður stoðþjónustu sér um að aðstoða fatlað fólk sem býr í sjálfstæðri búsetu á Húsavík skv. lögum um langvarandi stuðningsþarfir 38/2018 og reglum Norðurþings um stoð og stuðningsþjónustu. Aðstoðin felst í að efla og styrkja fatlað fólk til sjálfshjálpar á eigin heimili eins og t.d við að skipuleggja heimilishald, heimilisþrif, aðstoð við innkaup, hvatningu við samfélagslega þátttöku, hreyfingu og fleira. Unnið er eftir þjónandi leiðsögn (e. Gentle teaching)

Starfið er tímabundið í 1 ár með möguleika á framlengingu að þeim tíma loknum.

Markmið starfsins:

  • Virðing og vinsemd við einstaklinga
  • Veita þeim einstaklingum sem búa í sjálfstæðri búsetu stuðning og leiðbeiningar til að þau geti lifað sem eðlilegustu lífi til jafns við aðra.
  • Stuðningur til sjálfshjálpar, samfélagslegrar þátttöku og almennrar virkni.

Hæfniskröfur:

  • Áhugi á að starfa með fólki með langvarandi stuðningsþarfir með umhyggju og virðingu að leiðarljósi.
  • Stundvísi
  • Sveigjanleiki í starfi
  • Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
  • Íslenskukunnátta skilyrði.

Laun eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélag.
Um er að ræða 50% stöðu á dagvinnutíma. Vinnutími er umsemjanlegur.
Norðurþing hvetur fólk til að sækja um óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Hægt er að fá nánari upplýsingar um starfið hjá Sunnu Mjöll Bjarnadóttur, forstöðuþroskaþjálfa í málefnum fatlaðra, á netfangið sunna@nordurthing.is

Sótt er um starfið hér