Fara í efni

Ráðið hefur verið í starf aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa

Ráðningu í starf aðstoðarmanns skipulags- og bygginarfulltrúa er nú lokið og hefur Ragnheiður Ingibjörg Einarsdóttir verið ráðin í starfið.

Ragnheiður úskrifaðist með B.A. í þjóðfræði frá Háskóla Íslands árið 2022 og M.A. í sama fagi 2024. Hún hefur víðtæka starfsreynslu m.a. sem nemi hjá Þekkingarneti Þingeyinga, vefstjóri hjá Persónuvernd og nú síðast þjónustufulltrúi hjá Landsbankanum.

Ragnheiður hefur þegar hafið störf og bjóðum við hjá Norðurþingi hana velkomna til starfa á nýjum vettvangi.