Fara í efni

Ráðið hefur verið í starf atvinnu- og samfélagsfulltrúa Öxarfjarðarhéraðs

Einar Ingi Einarsson hefur verið ráðinn í starf atvinnu- og samfélagsfulltrúa Öxarfjarðarhéraðs.

Einar er með BSc í landfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við ýmis störf m.a. rekstrarstjóri gistiheimilis, landvörður hjá vatnajökulsþjóðgarði og kerfisfræðingur, ásamt öðrum sölu- og þjónustustörfum.

Einar mun hefja störf hjá sveitarfélaginu í lok þessa mánaðar. Við bjóðum hann velkominn til starfa