Fara í efni

Ráðið hefur verið í starf umsjónarmanns félagsstarfs aldraðra

Félagsþjónusta Norðurþings hefur ráðið Eyrúnu Dögg Guðmundsdóttur  í starf umsjónarmanns í félagsstarfi aldraðra og hóf hún störf nú í byrjun febrúar.

Eyrún útskrifaðist sem félagsliði árið 2008 og hefur mikla reynslu af því að starfa með eldri borgurum.
Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf.

Við óskum Eyrúnu velkomna til starfa og óskum henni velfarnaðar í starfi.