Fara í efni

Ráðið hefur verið í starf umsjónarmanns félagsstarfs aldraðra

Félagsþjónusta Norðurþings hefur ráðið Guðrúnu Hildi Einarsdóttur í starf umsjónarmanns í félagsstarfi aldraðra. 
Guðrún Hildur er iðjuþjálfi að mennt og hefur mikla reynslu af starfi með eldri borgurum.

Norðurþing býður Guðrúnu Hildi velkomna til starfa.

Félagsstarfið í Hlyn hefst aftur eftir sumarleyfi mánudaginn 18. ágúst.
Fyrstu tvær vikurnar verður opið milli 13 og 16, heitt á könnunni.
Skipulögð dagskrá byrjar 1. september nk.  Allir 60 ára og eldri eru velkomnir.