Fara í efni

Ráðið hefur verið í stöðu forstöðumanns í Vík

Ráðningu í starf forstöðumanns í Vík er nú lokið og hefur Dóra Hrund Gunnarsdóttir verið ráðin í starfið.  

Dóra Hrund er fædd og uppalin á Húsavík. Hún útskrifaðist sem þroskaþjálfi frá Háskóla Íslands árið 2018. Dóra hefur starfað með einstaklingum með langvarandi stuðningsþarfir í nær 8 ár og með því öðlast víðtæka reynslu. Hefur hún m.a. starfað á frístundaheimili og félagsmiðstöð, í hæfingu fyrir fólk með langvarandi stuðningsþarfir, á sambýli auk þess að hafa gegnt stöðu deildarstjóra í íbúðarkjarna í Kópavogi og stöðu forstöðuþroskaþjálfa á heimili í Kópavogi.

Dóra Hrund tekur við starfinu af Huld Aðalbjarnardóttur frá og með 1. mars 2024. Um leið og Norðurþing þakkar Huld fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og velfarnaðar í komandi verkefnum, býður það Dóru Hrund velkomna til starfa á nýjum vettvangi innan Félagsþjónustu Norðurþings.