Fara í efni

Ráðning í starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs hjá Norðurþingi

Starf sviðsstjóra var auglýst þann 2. mars s.l. og var umsóknarfrestur um starfið til og með 16. mars. Alls voru átta umsækjendur um starfið.  Ráðgjafi hjá Mögnum, Sigríður Ólafsdóttir hafði umsjón með ráðningarferlinu.

Ráðningaferli er lokið og ákvörðun tekin um að ráða Elvar Árna Lund í starf sviðsstjóra. Elvar Árni hefur víðtæka starfsreynslu sem fellur vel að verkefnum sviðsins. Hann var sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps á árabilinu 2002-2006 og framkvæmdastjóri Íspólar og Fjarðarskeljar á árabilinu 2006-2021, auk þess að starfa sem fasteigna- og jarðasali. Hann hefur mikla reynslu og þekkingu á opinberri stjórnsýslu og lögum og reglugerðum sviðsins, sem og stjórnun, rekstri og áætlanagerð.  Auk þess hefur hann sinnt trúnaðarstörfum fyrir Skotveiðifélag Íslands, en hann var í 7 ár í stjórn og þar af 4 sem formaður. Einnig hefur Elvar verið formaður Skelræktar, félag skelræktenda á Íslandi.

Hann er með próf í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akueyri, meistarapróf í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands og löggildingu sem skipa- og fasteignasali.

Hann þekkir vel til innan Norðurþings hvort sem um er að ræða landið, sveitirnar, fólkið, fyrirtækin, innviðina eða verkefni sveitarfélagsins. Hann hefur verið búsettur á Kópaskeri auk þess sem hann fer oft í hús fjölskyldunnar í Nýhöfn á Melrakkasléttu. Elvar Árni stefnir á flutning til Húsavíkur á næstu dögum og mun hefja störf þann 18. apríl nk.

Við bjóðum hann velkominn til starfa hjá Norðurþingi.