Rjúpnaveiði bönnuð við Húsavík
10.11.2025
Tilkynningar
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 er griðland fyrir rjúpur við Húsavík.
Griðlandið afmarkast af fjallsafleggjara upp í topp Húsavíkurfjalls og þaðan um skriðubrúnir suður fyrir Botnsvatn. Þaðan í beina stefnu í Gvendarstein og um suðurmörk hverfisverndarsvæðis við Kaldbak til sjávar. Svæðið er afmarkað innan fjólubláa þríhyrningsins á meðfylgjandi mynd.
Rjúpnaveiði innan tilgreinds svæðis er bönnuð.