Samnýtum ílát undir úrgang!
13.10.2025
Tilkynningar
Fyrir skemmstu var undirritaður samningur milli Norðurþings og Terra vegna úrgangsmála á Húsavík og í Reykjahverfi.
Samningurinn felur í sér söfnun úrgangs frá heimilum og stofnunum, rekstur grenndarstöðva og rekstur móttökustöðvar.
Nú geta íbúðareigendur í fjölbýlum samnýtt ílát.
Íbúðareigendur í fjölbýli, þ.e. með tveim íbúðum og fleiri, geta samnýtt ílát, mögulega lækka kostnað og ekki síst fækka ílátum, sem mun hafa mikil sjónræn áhrif.
Þeir sem eru nú þegar að samnýta ílát þurfa að láta Norðurþing vita ef þeir vilja halda því áfram. Sendið inn upplýsingar hér.
Hér má sjá yfirlit yfir þau ílát sem eru í boði.
Hér má óska eftir ráðgjöf vegna samnýtingar íbúðareiganda á sorpílátum.