Skoðum himinljósin - slökkt verður á götulýsingu.
17.11.2025
Tilkynningar
Nú eru þemadagar í Borgarhólsskóla. Þemað er HIMINGEIMURINN.
Miðvikudaginn nk. frá kl. 19:00 - 22:00 verður slökkt/dregið úr götulýsingu á Húsavík og nemendur, kennarar og íbúar hvattir til að skoða himinljósin.
Fyrirtæki og stofnanir eru hvattar til að draga einnig úr lýsingu á þessum tíma.
kl. 18:45 Byrjum að slökkva á ljósum
kl. 19:00 Öll götuljós slökkt
kl. 21:45 Byrjað að kveikja aftur á ljósum
kl. 22:00 Öll götulýsing komin á aftur
Vegna öryggis verður ekki slökkt á lýsingu á höfninni.