Fara í efni

Skoðun leikvalla - íbúum boðið að hafa áhrif

Samkvæmt framkvæmdaáætlun leikvalla sem samþykkt var árið 2022 hjá fjölskylduráði Norðurþings á að byggja upp tvo leikvelli á Húsavík, ásamt því að byggja áfram upp leikvelli á skólasvæðum sveitarfélagsins. Annar er staðsettur í norðurbæ á milli Höfðavegar og Laugarbrekku en ekki liggur fyrir staðsetning á vellinum sem staðsettur á að vera í suðurbænum. Samþykkt var að fara með málið í íbúasamráð og niðurstaðan verður leiðbeinandi fyrir fjölskylduráð í ákvarðanatöku vegna framtíðarstaðsetningu leikvallar í suðurbænum.

Leikvellirnir eru:
-Baughóll / Uppsalavegur
-Hjarðarholtstún
-Hólaravöllur
-Stórhóll
-Annað

Íbúasamráðið fer fram á vefnum Betra Ísland. Notast þarf við rafræn skilríki. 

Smellið hér til að taka þátt í íbúasamráði um uppbyggingu leikvallar

Samráðið verður opið til 18. janúar