Fara í efni

Skrifborðsæfing vegna náttúruvár

Slökkviliðsstjóri Norðurþings kallaði nokkra lykilstarfsmenn sveitarfélagsins og Orkuveitu Húsavíkur, í viðbragði við vá, til skrifborðsæfingar sl. föstudag. Markmiðið var að greina annmarka og tíma á endurreisn eftir mögulega vá í sveitarfélaginu. Settar voru upp tvær sviðsmyndir, jarðskjálfti á Húsavík og flóð í Jökulsá vegna eldgoss undir jökli. Þessi æfing var hluti af vinnu við greiningu á áhættu- og áfallaþoli í sveitarfélaginu í samræmi við lög um almannavarnir. Sú vinna er á lokametrunum og greining hefur verið gerð á flestum þeim hlutum sem áhrif geta haft á innviði í sveitarfélaginu. Slökkviliðsstjóri mun leggja greininguna fyrir byggðarráð á næstu vikum. Svona æfingar eru mjög góðar fyrir starfsfólk til að skerpa á ábyrgð hvers og velta upp verkferlum vegna tjóns á innviðum svo dæmi sé tekið.