Fara í efni

Staða bókasafnsvarðar við bókasafnið á Raufarhöfn laust til umsóknar

Bókasafnið á Raufarhöfn er staðsett í húsnæði Grunnskóla Raufarhafnar og er opið þriðjudaga frá kl. 16-20, fimmtudaga frá kl. 16-19 og þriðja laugardag hvers mánaðar frá kl. 11-15.
Auk útlána á bókum býður safnið upp á ýmis konar þjónustu svo sem útlán myndbanda, mynddiska, hljóðbóka og tímarita.

Starfshlutfall og launakjör
Norðurþing óskar að ráða bókasafnsvörð við bókasafnið á Raufarhöfn í 20% starfshlutfall.
Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti, færni í öðru tungumáli kostur.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Víðtæk reynsla í tölvunotkun.
  • Skipulagshæfileikar og nákvæmni.
  • Færni til að vinna undir álagi.

Starfssvið og helstu verkefni

  • Afgreiðsla og þjónusta við notendur bókasafnsins.
  • Aðstoð við upplýsinga- og heimildaleit.
  • Umsjón með vefsíðu og samfélagsmiðlum.
  • Skráning og flokkun í bókasafnskerfinu „Alma“.
  • Umsjón með barnastarfi.
  • Umsjón með viðburðum.

Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið.

Umsóknir óskast sendar í netfangið jon@nordurthing.is þar sem jafnframt er hægt að óska eftir frekari upplýsingum um starfið.