Fara í efni

Staða Stjórnsýslu- og þjónustufulltrúa laust til umsóknar

Norðurþing sveitarfélag auglýsir til umsóknar 100% starf stjórnsýslu- og þjónustufulltrúa, staðsett á skrifstofu Norðurþings á Húsavík.
Um ótímabundið starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Helstu viðfangsefni:

  • Þjónusta í móttöku og símsvörun
  • Fundarritun og utanumhald með fundum fastaráða sveitarfélagsins
  • Umsjón með upplýsingamiðlun til íbúa
  • Skjalavinnsla í samræmi við skjalastefnu sveitarfélagsins
  • Ýmis stjórnsýsluleg umsýsla
  • Aðkoma að stafrænni þróun sveitarfélagsins
  • Aðkoma að markaðs- og kynningarmálum sveitarfélagsins
  • Önnur tilfallandi verkefni

Þekking og hæfni:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi íslensku kunnátta er nauðsynleg
  • Góð ensku kunnátta er nauðsynleg
  • Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
  • Frumkvæði, samviskusemi og vandvirkni er nauðsynleg
  • Þekking á opinberum rekstri og stjórnsýslu er kostur
  • Reynsla af símsvörun og þjónustu er kostur
  • Þekking á gerð og uppsetningu ýmiskonar stafræns efnis er kostur
  • Reynsla af skjalavinnslu sveitarfélaga er kostur

Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Norðurþing hvetur fólk til að sækja um óháð kyni.

Umsóknarfrestur er til og með 10. október nk.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Berglind Jóna Þorláksdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs á netfangið jona@nordurthing.is

Hér má sækja um starfið