Fara í efni

Starf á bókasafninu á Raufarhöfn

Norðurþing óskar eftir að ráða bókasafnsvörð við
bókasafnið á Raufarhöfn.

Um er að ræða starf fyrir 20% starfshlutfall.
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Starfssvið og helstu verkefni:

  • Afgreiðsla og þjónusta við notendur bókasafnsin
  • Aðstoð við upplýsinga- og heimildaleit
  • Umsjón með vefsíðu og samfélagsmiðlum
  • Skráning og flokkun í bókasafnskerfinu „Alma“
  • Umsjón með barnastarfi
  • Umsjón með viðburðum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti, færni í öðru tungumáli kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Víðtæk reynsla í tölvunotkun
  • Skipulagshæfileikar og nákvæmni
  • Færni til að vinna undir álagi


Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið.
Hægt er að fá nánari upplýsingar um starfið hjá:
Nele Marie Beitelstein, fjölmeninngarfulltrúa Norðurþings á netfangið nele@nordurthing.is eða Bryndís Sigurðardóttur, deildarstjóra
bókasafna Norðurþings, á netfangið bokhus@nordurthing.is
Umsóknir óskast sendar á netfangið: nele@nordurthing.is
Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2023.