Fara í efni

Starf á bókasafninu á Raufarhöfn

Norðurþing óskar að ráða bókasafnsvörð við bókasafnið á Raufarhöfn.

Um er að ræða 20% starfshlutfall. Starfsmaðurinn þarf að hefja störf 1. maí 2024.

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Starfssvið og helstu verkefni:

  • Afgreiðsla og þjónusta við notendur bókasafnsins.
  • Aðstoð við upplýsinga- og heimildaleit.
  • Umsjón með vefsíðu og samfélagsmiðlum.
  • Skráning og flokkun í bókasafnskerfinu „Alma“.
  • Umsjón með barnastarfi.
  • Umsjón með viðburðum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti, færni í öðru tungumáli kostur.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Víðtæk reynsla í tölvunotkun.
  • Skipulagshæfileikar og nákvæmni.
  • Færni til að vinna undir álagi.

Norðurþing er sveitarfélag á Norðausturlandi sem varð til árið 2006 við sameiningu Húsavíkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps, Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps. Norðurþing er víðfemt sveitarfélag og þéttbýliskjarnar eru þrír í sveitarfélaginu; Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Auk þess eru sveitirnar Reykjahverfi, Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfjörður. Íbúar eru um 3.200 talsins.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið.

Umsóknir óskast sendar í netfangið: nele@nordurthing.is

Umsóknarfrestur er til og með 3. mars  2024.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um starfið hjá Nele Marie Beitelstein, Fjöllmeninngarfulltrúa Norðurþings á netfangið nele@nordurthing.is eða Bryndísi Sigurðardóttur, Deildarstjóri Bókasafn Norðurþings, á netfangið bokhus@nordurthing.is