Fara í efni

Starfs aðstoðarmatráðar laust til umsóknar

Skólamötuneyti Húsavíkur hóf starfsemi sína 1. ágúst 2020. Mötuneyti leikskólans Grænuvalla og mötuneyti Borgarhólsskóla voru þá sameinuð í eitt. Yfirmatráður rekur mötuneytið sem sérstaka deild innan sveitarfélagsins og er deildarstjóri hennar. Eldað er í vel útbúnu eldhúsi í Borgarhólsskóla, einnig er skólamötuneytið með móttökueldhús á Grænuvöllum. Mötuneytið fylgir ráðleggingum embættis landlæknis um næringu. Stöðugildi við mötuneytið eru samtals 4,25 og eldað er daglega fyrir um 550 nemendur og starfsmenn Borgarhólsskóla og Grænuvalla auk þess sem eldað er fyrir Miðjuna dagþjónustu og starfsfólk stjórnsýsluhúss.

Starfslýsing – Aðstoðarmatráður

Leitað er að einstakling sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að vinna í öflugu skólamötuneyti að metnaðarfullu starfi þess í samstarfi við yfirmatráð, matráð, skólana, starfsfólk, foreldra og nemendur. Aðstoðarmatráður starfar í mötuneytinu við matargerð og þrif og vinna sjálfstætt eftir fyrirmælum yfirmatráðs við bakstur og matargerð.Smellið á auglýsingu hér til hliðar til að sjá menntunar- og hæfniskröfur

Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2023.

Umsóknum skal skila með tölvupósti til yfirmatráðar Skólamötuneytis Norðurþings á netfangið mikael@nordurthing.is

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu yfirmatráðar að Skólagarði 1 á Húsavík í síma 865 2144 eða með fyrirspurnum á netfangið mikael@nordurthing.is