Starfsfólk óskast í Borgina frístund og skammtímadvöl
Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsfólki í Borgina frístund og skammtímadvöl.
Um er að ræða framtíðarstarf í 80% hlutfalli. Vinnutíminn í frístund er kl. 12-16 á virkum dögum og skammtímadvöl er vaktavinna aðra hvora helgi.
Borgin er frístundarstarf og skammtímadvöl á Húsavík sem er fyrir börn á aldrinum 10-18 ára sem hafa fjölþættar stuðningsþarfir.
Markmið starfsins:
- Virðing og vinsemd í vinnu með notendum.
- Einstaklingsmiðuð þjónusta.
- Virk þátttaka með notendum í skapandi starfi og tómstundum.
Hæfniskröfur:
- Áhugi á að starfa með börnum og unglingum með sértækar stuðningsþarfir.
- Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
- Reynsla af starfi með börnum er kostur.
- Menntun sem nýtist í starfi er kostur.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Æskilegt er að umsækjandi getið hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst 2025.
Starfsferilskrá, kynningarbréf og hreint sakavottorð þurfa að fylgja umsókn. Umsóknir skulu berast á irisw@nordurthing.is
Hvetjum öll til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Nánari upplýsingar veitir Íris Myriam Waitz – irisw@nordurthing.is