Starfsfólk óskast í Miðjuna hæfingu
Búið er að lengja umsóknarfrest.
Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir starfsfólki í Miðjuna hæfingu.
Um er að ræða tvær 80% stöður með vinnutíma frá 10-16.
Miðjan er hæfing og dagþjónusta fyrir fullorðna einstaklinga með sértækar stuðningsþarfir.
Miðjan hefur það að markmiði að efla alhliða þroska, sjálfstæði einstaklings og viðhalda og auka færni hans.
Markmið starfsins:
- Virðing og vinsemd við notendur
- Veita notendum félagslegan stuðning og aðstoð við almenna hæfingu í daglegu lífi í Miðjunni.
- Stuðningur til sjálfshjálpar, samfélagslegrar þáttöku og almennrar virkni.
- Þáttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir þjónustunotenda.
Hæfniskröfur:
- Áhugi á að starfa með fólki með sértækar stuðningsþarfir.
- Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Reynsla og menntun er kostur.
- Unnið er eftir þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching).
- Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.
- Góð íslenskukunnátta æskileg.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til 16. júlí 2025.
Starfsferilskrá og kynningarbréf þurfa að fylgja umsókn. Umsóknir skulu berast á gudrunl@nordurthing.is
Hvetjum öll til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilliendahl Eiríksdóttir - gudrunl@nordurthing.is